Hér er litið yfir farinn veg og taldar upp þær erlendu fréttir sem best fönguðu athygli lesenda á árinu 2020. Eftirfarandi eru sæti 6 til 10 af mest lesnu erlendu fréttum ársins.
6.
Trump springur á limminu
Í lok mars viðraði Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti hugmyndir um að aflétta sóttvarnarráðstöfunum vegna kórónuveirufaraldursins – sem þá hafði nýlega brostið á þar í landi – til að örva hagkerfið á ný.
7.
Björgólfur spáir frekari lækkunum
Fjárfestirinn og auðjöfurinn Björgólfur Thor Björgólfsson spáði því í maí að viðsnúningur á mörkuðum í apríl hafi gefið fölsk fyrirheit um frekari bata, og reiknaði með lækkunum næstu mánuði þegar útgöngubönnum yrði aflétt.
8.
Bálreiður Rio Tinto
David Parker, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands, sakaði alþjóðlega álfyrirtækið Rio Tinto um að ganga á bak orða sinna eftir að bæjarstjóri bæjar þar sem eiturefni sem fylgja framleiðslunni taldi sig hafa tekið af félaginu loforð um að þau yrðu fjarlægð á kostnað þess, sem álfyrirtækið hafnaði síðan.
9.
„Brjálæði“ í Costco vegna kórónuveirunnar
Þegar kórónuveiran fór að gera vart við sig á Vesturlöndum í febrúar varð mikil eftirspurnaraukning hjá heildsöluversluninni Costco, um og yfir 10% samkvæmt uppgjöri félagsins, en þar af taldi verslunin um þrjú prósentustig tilkomin vegna áhyggna viðskiptavina af veirunni.
10.
Skandall skekur norska olíusjóðinn
Í apríl var sagt frá því að verðandi forstjóri norska olíusjóðsins Nicolai Tangen hefði boðið fyrirrennara sínum í starfi Yngve Slyngstad ferð á einkatónleika með tónlistarmanninum Sting, og flugferð báðar leiðir í einkaflugvél.