Farið var um víðan völl í leiðurum Viðskiptablaðsins á árinu. Afreksíþróttir, sóttvarnarmálin, skráningar fyrirtækja á hlutabréfamarkað og staða RÚV á fjölmiðlamarkaði voru meðal umfjöllunarefna mest lesnu leiðara ársins.

6. Hlustum á vísindin!

Gagnrýnt var að enn á ný ætti að herða sóttvarnaraðgerðir, mánuði eftir að öllum hömlum var aflétt innanlands. „Nú er því farið að reyna á ákvarðanir stjórnvalda fyrir alvöru, sem er kannski óheppilegt í ljósi þess að stutt er í kosningar og viðbúið að stjórnmálamenn verði feimnari við að rugga bátnum. Á komandi misserum mun koma í ljós hvaða stjórnmálamenn eru starfi sínu vaxnir og þora að fylgja eigin sannfæringu og taka ákvarðanir sem byggja á vísindum fleiri fræðasviða en aðeins faraldursfræða," sagði í leiðaranum.

7. Litla gula íþróttafólkið

Íslenskir íþróttamenn náðu takmörkuðum árangri á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stjórnmálamenn eru alla jafna snöggir til að eigna sér hlutdeild í árangri íþróttamanna þegar vel gengur en lítt sjáanlegir þegar íþróttahreyfingin kallar eftir aðstoð við að byggja upp afreksstarf og búa til íþróttamenn í fremstu röð. „Meðan stjórnvöld draga lappirnar - hér er dauðafæri fyrir þau að setja nýtt Íslandsmet í skipun starfshópa án atrennu - gætu einstaklingar og fyrirtæki íhugað hvað þau geta lagt af mörkum til að bæta ástandið. Það væri ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn sem einkaframtakið kæmi til bjargar meðan ríkisvaldið borar í nefið .“

8. Þrýsta á Play

ASÍ, stærsta fjöldahreyfing launafólks í landinu, var harðlega gagnrýnd fyrir það að hvetja fólk til að sniðganga viðskipti við Play, nýtt flugfélag, á sama tíma og atvinnuleysi var í hæstu hæðum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þá var einnig bent á einkennilega andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar við fleiri útboð, t.d. hjá Síldarvinnslunni og Icelandair.

9. Skráning Íslandsbanka

Áhuginn á Íslandsbanka var margfaldur miðað þrátt fyrir úrtöluraddir og gaf jákvæðar vísbendingar um aukna þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og meiri áhuga eigenda fyrirtækja um að skrá þau á markað.

10. RÚV er skekkjan

Farið var um fjölmiðlamarkaðinn og yfirburðastöðu RÚV eftir að Stöð 2 tók ákvörðun um að læsa fréttatímum sínum fyrir öðrum en áskrifendum í fyrsta sinn í sögu stöðvarinnar.