Í júlí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 33,2 milljörðum króna og hefur aldrei verið hærri að því er fram kemur í frétt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Verulega hefur þó dregið úr þeim mikla vexti sem hefur verið í kortaveltu erlendra ferðamanna undanfarin misseri en vöxtur kortaveltu erlendra ferðamanna var 4,7% frá júlí í fyrra.

Undanfarna þrjá mánuði hefur kortaveltan vaxið að meðaltali um 5,5% borið saman við sama tímabil í fyrra. Til samanburðar var ársvöxtur tólf mánaða tímabilsins þar á undan 39%.