Forsætisráðuneytið bauð til ráðstefnu á Grand Hotel í gær um framtíð íslenskrar peningastefnu. Dr. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands (HÍ) og formaður nefndar um endurskoðun á ramma peningastefnunnar, kynnti þar niðurstöður skýrslu nefndarinnar, Framtíð íslenskrar peningastefnu. Auk Ásgeirs áttu Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, sæti í nefndinni.

Á ráðstefnunni gerðu erlendir sérfræðingar einnig grein fyrir ráðgjöf sinni til stjórnvalda um umbætur á peningastefnunni. Í lokin voru pallborðsumræður með Ásgeiri Jónssyni og erlendum sérfræðingum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra setti fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands og formaður starfshópsins, kynnti niðurstöður skýrslunnar.

Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóri Írlands
Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóri Írlands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, flutti erindi um reynslu Íslands af verðbólgumarkmiði og reifaði hugsanlegar umbætur. Honohan skrifaði skýrslu um málið ásamt Athanasios Orphanides, prófessor við MIT og fyrrum seðlabankastjóra Kýpur.

Kristin Forbes, hagfræðingur og prófessor við MIT-háskóla
Kristin Forbes, hagfræðingur og prófessor við MIT-háskóla
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristin J. Forbes, hagfræðiprófessor við MIT, fjallaði um beitingu fjármálastöðugleikatækja.

Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lars Jonung, hagfræðiprófessor við Háskólann í Lundi, fjallaði um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði ásamt Fredrik N. G. Andersson, dósent við hagfræðideild sama skóla.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og meðlimur peningastefnunefndar Seðlabankans.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingurm stýrði fundinum.

Fredrik NG Andersson, dósent við Háskólann í Lundi
Fredrik NG Andersson, dósent við Háskólann í Lundi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fredrik N. G. Andersson, dósent við hagfræðideild Háskólans í Lundi.

Ashoka Bhatia, formaður sendinefndar AGS á Íslandi
Ashoka Bhatia, formaður sendinefndar AGS á Íslandi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ashoka Bhatia, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.

Hersir Sigurgeirsson
Hersir Sigurgeirsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.