Verð á Brent hráolíu lækkaði um meira en 5% í gær og nálgast nú aftur 100 dali á tunnu eftir að hafa farið yfir 125 dali fyrir rúmri viku síðan. Verð á framvirkum samningum á Brent hráolíu stendur nú í tæplega 101 dal.

Nýtt útgöngubann í Kína vegna Covid-farsóttarinnar sem og friðarviðræður á milli rússneskra og úkraínskra stjórnvalda eru lýst sem ástæður fyrir lækkandi olíuverði.

Þá hefur almennur áhugi á framvirkum samningum á Brent hráolíu farið dvínandi og leikmenn á fjármálamörkuðum því farnir að draga úr áhættu á þessum markaði að sögn orkumiðlara sem CNBC ræddi við.