Breska sterlingspundið styrktist annan daginn í röð. Þetta gerist kjölfar útgáfu skýrslu í Bretlandi þar sem fram kemur að atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið lægra í 12 ár. Frá þessu er greint í frétt Bloomberg .

Skýrslan um atvinnuleysi í Bretlandi bendir á styrk breska hagkerfisins í kjölfar ákvörðunar bresks almennings að ganga úr Evrópusambandinu. Þar sem að tölur um atvinnuleysi voru betri en greiningaraðilar þorðu að vona og að verðbólga hefur aukist, er talið líklegt að Seðlabanki Englands komi ekki til með að hækka stýrivexti á næstunni.

Pundið styrktist um 0,2% í gær og jafngildir 1,23 dollurum.