Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tók þá ákvörðun að reka ekki þrjátíu og fimm bandaríska sendierindreka frá Rússlandi í kjölfar þess að Bandaríkjamenn ráku þrjátíu og fimm rússneska sendierindreka frá Bandaríkjunum.

Hann tók þar með til baka ákvörðun sem tilkynnt hafði verið um brottrekstur sendierindrekana. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kvað á um að Rússarnir 35 sem reknir voru frá Bandaríkjunum hafi verið njósnarar. Brottvísunin kom í kjölfar ásakana Bandaríkjamanna um að Rússari hafi átt við bandarísku forsetakosningarnar.

Pútín vildi heldur leggja áherslu á samvinnu við Donald Trump, sem tekur við embætti forseta seinna í þessum mánuði. „Við viljum ekki fara niður í svaðið með Bandaríkjamönnum hvað varðar óábyrga utanríkisstefnu, við viljum heldur bæta samskipti ríkjanna tveggja, þegar Donald Trump tekur við,“ er haft eftir Pútín.

„Great move by V. Putin“

Donald Trump sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, sendi frá sér skilaboð á Twitter þar sem að hann hrósaði Pútín hástert fyrir ákvörðunina. Hann tísti að þetta hafi verið frábært ákvörðun hjá Pútín og að hann hafi alltaf vitað hversu mikið gáfumenni Pútín sé.