Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en 13 félög lækkuðu í viðskiptum dagsins. Verð á hlutabréfum í Símanum lækkaði mest eða um 2% í 200 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Heimavöllum eða 1,67% í 1 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins þrjú félög hækkuðu á markaði í dag og voru það Marel, Sýn og TM. Hækkunin var hjá öllum félögum undir 0,5%.

Heildarvelta á Aðalmarkaði nam 1,3 milljörðum króna og hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,53%.