WOW air flutti 197 þúsund farþega til og frá landinu í nóvember eða um 0,5% fleiri farþega en í nóvember árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 85% í nóvember í ár en var 88% í fyrra. Um var að ræða 4% aukningu á framboðnum sætiskílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur hlutfall tengifarþega aukist en í ár var hlutfallið 53% í nóvember miðað við 49% á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt rúmlega 3,3 milljónir farþega.

„Starfsfólk WOW air á heiður skilinn fyrir vel unnin störf við mjög erfiðar aðstæður og ég er mjög þakklátur fyrir þann meðbyr sem við erum að fá þessa dagana“ segir Skúla Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.