Hagnaður af rekstri Líflands fyrir árið 2020 var 110 milljónir. Hagnaður ársins á undan var 192 milljónir og dróst hann því saman um 42% tímabilinu. Þetta kemur fram í ársreikningi Líflands fyrir síðasta ár.

Heildareignir félagsins námu 5,6 milljörðum undir lok árs, eigið fé var 1,8 milljarðar og eiginfjárhlutfall var 32%. Launa -og starfsmannakostnaður fyrir árið var 846 milljónir og hækkaði um 53 milljónir á tímabilinu og meðalfjöldi stöðugilda hækkaði úr 75,5 í 79,2.

Lífland selur rekstrarvörur til landbúnaðar og framleiðir fóður, malar og selur hveiti undir vörumerkinu Kornax og rekur sérverslanir fyrir bændur og hestamenn. Samkvæmt skýrslu stjórnar varð félagið vart við áhrifum af  Covid-19 en fækkun ferðamanna til landsins olli því að minni eftirspurn varð eftir landbúnaðarafurðum og þar af leiðandi dróst eftirspurn eftir fóðri saman.

Þórir Haraldsson og framtakssjóðurinn Horn III slhf. eru eigendur Líflands og eiga sitthvorn helmingshlutinn.