Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og höfundur bókar um WOW air, segir að Skúli Mogensen, fyrrum eigandi og forstjóri hins fallna flugfélags WOW air, hafi leynt markaðinn fjárhagslegum upplýsingaum. Þetta kemur fram í máli Stefáns Einar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Það er margt sem bendir til þess og í rauninni hefur verið staðfest að bæði Skúli og stjórn WOW air hafi hundsað varnaðarorð þeirra sem þekktu betur til í fluggeiranum heldur en þau," sagði Stefán.

Ég bendi á í bókinni að Ben Baldanza kemur í raun inn í stjórn félagsins fyrir þrýsting og áeggjan Airbus og þeirra félaga sem voru að þjónusta WOW air. Því þau fyrirtæki höfðu miklar áhyggjur af því hvar fyrirtækið stæði og Baldanza hefur sagt að stjórn félagsins hafi algjörlega hundsað öll varnaðarorð þegar hún hefði í rauninni átt að bera ábyrgð á stöðunni."

Stefán segir jafnframt að staða flugfélagsins hafi minnt á bíl sem búi ekki yfir neinum bakkgír og jafnvel ekki heldur neinum bremsum. Meiri vöxtur var alltaf boðaður sama hver fjárhagsstaða félagsins var.

Þegar fyrstu fréttirnar voru fluttar þá voru þær stimplaðar sem falsfréttir af forsvarsmönnum WOW en þessar fréttir hefðu í rauninni ekki átt að koma neinum á óvart því það fór að syrta í álinn árið 2017. Við sáum að í byrjun árs 2017 fór Icelandair að senda frá sér neikvæðar afkomuviðvaranir og WOW air er náttúrulega ekki skráð á markað en menn hefðu getað laggt saman tvo og tvo."

Gaf rangar upplýsingar um skuldabréfaútboðið

„Félagið stefndi að safna 6-12 milljörðum í skuldabréfaútboðinu. Svo er tilkynnt að það hafi tekist að safna 6 milljörðum og nú hefur komið í ljós að um helmingur að þessari fjárhæð hafi verið skuldbreyting. Það var líka lengi vel sem Skúli upplýsti ekki að hann hafi sjálfur tekið um 11%," segir Stefán.

Frá 6.-12. september á Skúli í leynilegum viðræðum við Icelandair. Þegar Icelandair ætlaði að tilkynna þessar viðræður lögum samkvæmt þá hrökk Skúli í baklás og vildi í rauninni ekki upplýsa markaðinn þó honum bæri í rauninni skylda til þess að sögn sérfræðinga. Þetta er eitthvað sem Skúli þyrfti að útskýra á einhverjum vettvangi,"