Hástemmdar yfirlýsingar rannsóknarteymis Google um tímamóta niðurstöðu í þróun á svokallaðri skammtatölvu (e. quantum computer) hafa verið dregnar í efa af vísindamönnum keppinauta félagsins. Financial Times greinir frá þessu og ræðir málið við Dario Gil, sem fer fyrir rannsóknar- og þróunardeild IBM. Hann segir fullyrðingarnar ekki standast nánari skoðun og einfaldlega rangar.

Rannsóknarteymið sagðist í yfirlýsingunni hafa smíðað fyrstu skammtatölvuna sem væri mun fljótari að reikna en hefðbundnar tölvur myndu nokkurn tíman geta framkvæmt. Sagði Google að niðurstaðan markaði nýtt upphaf skammtatölvunnar sem beðið hafi verið með mikilli eftirvæntingu.

Dario Gil segir rannsókn Google vera merkilega um ýmislegt en hún standi alls ekki undir „mikilmennsku“ sem birtist í yfirlýsingu félagsins. Niðurstaðan hafi engar hagnýtar lausnir í för með sér. Aðrir sérfræðingar sem Financial Times ræðir við eru á svipuðu máli, rannsóknin sé mikilvæg en marki ekki nýtt upphafi.

Leitin að næstu ofurtölvu haldi því enn áfram. Mikið sé undir því sá sem finni smíði nýja og öflugri tölvu muni ógna miklu yfirráðum Google í tölvuheiminum í dag. Þangað til væru yfirburðir Google hins vegar staðreynd.