Auglýst hefur verið til sölu 27 sumarbústaðalóðir á 25 hektara svæði í landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Jörðin Skálabrekka er 406 hektarar í eigu félagsins Tófarfjalls ehf. sem hjónin Bala Kamallakharan fjárfestir og Ágústa Berg, meðeigandi hjá EY á Íslandi, eiga.

Lóðirnar í nýja sumarbústaðahverfinu eru fyrir ofan gamla Þingvallaveginn og en þegar hefur verið seldur nokkur fjöldi lóða neðan við veg. Bala hefur verið á undanförnum árum fjárfest í fjölda sprota- og tæknifyrirtækja hér á landi og staðið fyrir nýsköpunarráðstefnunni Startup Iceland.

Málefni Tófarfjalls fóru fyrir dóm á síðasta ári líkt og Viðskiptablaðið greindi frá. Þar var Bala gert að greiða Sarath C. Sharma tæplega 71 milljón króna til að efna hlutahafasamkomulag. Í þvi fólst að Sarath var heimilt að selja aftur tæplega 15% hlut í félaginu sem hann keypti árið 2019.