Í nýrri könnun MMR, þar sem er fjallaði um fylgi stjórnmálaflokka, kemur fram að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn mældust með mest fylgi. Könnunin var framkvæmd dagana 22. til 29. ágúst. Heildarfjöldi svarenda var 949 einstaklingar.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist nú 24,6% - en það er svipað og í síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 24%. Píratar mældust með 22,4% fylgi sem er lægra en í síðustu könnun þegar þeir mældumst með 26,8%.

Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist með 12,4% í könnun MMR sem er lægra en í síðustu könnun þar sem fylgið mældist 18%.

Viðreisn og Samfylkingin jöfn

Framsóknarflokkurinn stendur í 10,6% og halda áfram að bæta við sig fylgi þegar flokkurinn stóð í 8,3% - þar á undan mældist Framsókn í 6,4%.

Samfylkingin mælist með 9,1%, svipað og Viðreisn sem mælist með 8,8% fylgi.

Björt framtíð mælist með 4,5% fylgi og bæta lítillega við sig frá síðustu könnun þar sem að flokkurinn mældist með 3,9%. Aðrir flokkar mældust með lægra en 2%.