Skeljungur hefur áfrýjað máli sem félagið tapaði gegn norska félaginu Marine Supply A/S fyrir héraðsdómi í Tromsö í nóvember. Búist sé við að málið verði tekið fyrir af áfrýjunardómstólnum í Hálogalandi á síðari hluta þessa árs.

Í málinu voru Skeljungur, dótturfélagið  P/F Magn í Færeyjum, Hendrik Egholm, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og Magn og einn stjórnenda Magn, dæmd bótaskyld gagnvart Marine Supply. Skeljungur segir málið snúa að meintu ólögmætri meðhöndlun á trúnaðarupplýsingum í kjölfar óformlegra viðræðna um mögulegt samstarf árið 2018.

Sjá einnig: Samráðsgögn fundust í tölvu látins manns

Í umfjöllun norskra fjölmiða segir að málið snúist um möguleg kaup Skeljungs og Magn á skipaeldsneytishluta Marine Supply. Málið hafi komist upp eftir að meint samráðsgögn fundust í fartölvu lykilstarfsmanns Marine Supply í kjölfar andláts hans. Nokkrir starfsmenn Marine Supply hafi lagt á ráðin um hvernig þeir gætu í samstarfi við Skeljung og Magn farið í beina samkeppni við félagið.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .