Búist er við því að bandarískir neytendur muni skila vörum að andvirði 100 milljarða dollara sem verslaðar voru frá þakkargjörðarhátiðinni og fram að jólum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í fréttinni segir að vörur sem verslaðar eru á netinu er um þrefalt líklegri til að vera skilað eða skipt heldur en þær sem keyptar eru í hefðbundnum verslunum og skýrir aukin netverslun því aukin umfang vara sem skilað er. Verðmæti skilavara í ár er í methæðum og hefur aukist um 6%. Umfang vara sem skilað er í Bandaríkjunum á hverju ári jafngildir um 5.600 smekkfullum Boeing 747 flutningaflugvélum

Að mati Deloitte er gert ráð fyrir að jólaverslun í Bandaríkjunum þetta árið muni nema um 1.100 milljörðum dollara og aukist um 4,5-5% milli ára.

Af þeim vörum sem keyptar eru á netinu er það sérstaklega fatnaður sem veldur viðskiptavinum vandræðum. Þekkist það jafnvel að fólk panti mismundi stærðir og liti af sömu flíkinni og skili þeim svo sem þeim líkar ekki við. Þá eru skil á fatnaði enn algengari yfir hátíðirnar enda leitar mikið af honum í jólapakka.