Sólveig Anna Jónsdóttir hefur verið endurkjörin formaður stéttarfélagsins Eflingar. Listi Sólveigar Önnu hafði betur í formannskjöri gegn listum leiddum af Ólöfu Helgu Adolfsdóttur og Guðmundi Baldurssyni en tilkynnt var um úrslit kosninganna rétt í þessu.

Sólveig Anna sagði af sér formennsku í Eflingu í byrjun nóvember eftir að starfsmenn skrifstofu félagsins vildu ekki lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana.  3.900 af þeim 25.841 sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði og því var kjörsókn 15,1%. Listi Sólveigar Önnu fékk 2.042 atkvæði eða 52,5% atkvæða.  Þá fékk listi Ólafar Helgu 36,8% atkvæða en listi Guðmundar 8,5% atkvæða.