Greiningardeildir Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka allar að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun á miðvikudag í næstu viku. Næsta vaxtaákvörðunar er beðið með töluverðri eftirvæntingu þar sem fundir peningastefnunefndarinnar verður sá fyrsti með Ásgeir Jónsson í stóli seðlabankastjóra.

Ásgeir hefur í viðtölum á síðustu dögum gefið það út að frekri vaxtalækkana megi vænta á næstunni en peningastefnunefndin hefur það sem af er ári lækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig eftir að þeir voru hækkaði um 0,25 prósentustig í nóvember í fyrra.

Í spám allra bankanna er styrking krónunnar og hjaðnandi verðbólga og verðbólguvæntingar frá síðustu vaxtaákvörðun nefndar sem helsti rökstuðningur á bak við lækkun vaxta auk þess sem enn sé útlit fyrir samdrátt á árinu vegna fækkunar ferðamanna, loðnubrests og erfiðleika í álframleiðslu.

Á móti er sú staðreynd að verðbólga og verðbólguvæntingar eru enn fyrir ofan verðbólgumarkmið nefnd sem rökstuðningur fyrir óbreyttum vöxtum. Þá er einnig nefnt að áhrif launahækkana eigi eftir að koma fram auk þess sem kortaveltutölur gefi til kynna að þrautseigja sé í einkaneyslu sé mögulegar ástæður fyrir óbreyttum vöxtum.