Í dag ákvað Fiskistofa að svipta á þriðja tug báta strandveiðileyfi þar sem útgerðirnar hafa ekki staðið skil á álagningu vegna umframafla í strandveiðum í maí 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Fiskveiðistofu . Sviptingin tekur gildi í kvöld og bátunum er óheimilt að halda til veiða frá og með fimmtudeginum 9. ágúst.

Til að aflétta sviptingunni þarf að greiða álagt gjald samkvæmt greiðsluseðli. Á heimasíðu Fiskistofu er hægt að sjá lista yfir þá báta sem sviptir voru leyfi.