Í júnímánuði nam landaður afli íslenskra fiskiskipa 31,7 þúsund tonnum, sem er 33% minni afli en á sama tíma í fyrra að því er Hagstofan greinir frá. Að mestu má rekja samdráttinn til þess að enginn uppsjávarafli veiddist í mánuðinum í ár, en 10,8 þúsund tonn í júní 2018, en þar var að mestu um að ræða Kolmunna.

Botnfiskafli nam 28,5 þúsund tonnum og dróst saman um 12% miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2018 til júní 2019 var 1.080 þúsund tonn sem er samdráttur um 15% miðað við sama tímabil ári fyrr. Afli í júní, metinn á föstu verðlagi, var 17,1% minni en í júní 2018.

Samdráttur var í öllum botnfisktegundum nema ufsa, en minnst þó í þorski þar sem hann var 17%, úr 17,9 þúsund tonnum í 14,8 þúsund tonn. Aukningin í ufsanum nam 31%, úr 4,1 þúsund tonnum í 5,3 þúsund tonn.