Sem sjá má að ofan er netvæðingin búin að ná mjög langt á Vesturlöndum.

Að ekki sé minnst á þau hundruð milljóna netnotenda, sem finna má í Asíu. Munurinn er þó helstur sá að þótt netvæðingin sé mikil þar eystra, þá er heilmikið eftir. Það eru hartnær 600 milljónir ónettengdar í Kína en rúmlega 800 milljónir á Indlandi. Þessir miklu markaðir hafa enn sem komið er haft fremur takmörkuð áhrif utan eigin landsteina.

Það mun vafalaust breytast á næstu árum, því Kínamúrinn heldur ekki endalaust en á Indlandi hafa menn engan áhuga á múrum, öðru nær.