Tveir starfsmenn hafa bæst í ráðgjafahópinn hjá Ernst & Young ehf. (EY) nýverið, þau Ágústa Berg sem er yfirverkefnastjóri á sviði innra eftirlits og upplýsingatækni hjá EY og Sveinn Valtýr Sveinsson yfirverkefnastjóri í rekstrarráðgjöf, með áherslu á Lean.

Áður en Ágústa hóf störf hjá EY  starfaði hún í áhættuþjónustu Deloitte á Íslandi frá 2006 og hjá Deloitte í Bandaríkjunum 1999 til 2006.

Ágústa er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í upplýsingatækni með áherslu á innri endurskoðun, sem og meistaragráðu í markaðsfræði frá Louisiana State University í Bandaríkjunum frá 1998. Ágústa er einnig vottaður endurskoðandi upplýsingakerfa.

Áður en Sveinn hóf  störf hjá EY starfaði hann sem verksmiðjustjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Þar áður starfaði hann hjá Rio Tinto við Lean management innleiðingu og verkefnastjórnun í um 7 ára skeið. Auk þessa hefur Sveinn veitt fyrirtækjum rekstrarráðgjöf með áherslu á Lean.

Sveinn er með meistaragráðu í „Business Performance Management“ frá háskólanum í Árósum og B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands.