Har­ald­ur Guðni Eiðsson­, for­stöðumaður sam­skipta­sviðs bank­ans, seg­ir í samtali við mbl.is að bank­inn hafi talið að það væri eins fljótt og auðið var en þá var kom­in skýr mynd á upp­sagn­irn­ar. Bank­inn sagði 100 manns upp síðastliðinn fimmtu­dag.

All­ir sem vissu af upp­sögn­un­um voru sett­ir á inn­herjalista og máttu því m.a. ekki tjá sig um upp­sagn­irn­ar eða versla með hluta­bréf bank­ans.

„Við upp­lýst­um formann trúnaðarmannaráðs hátt í viku áður en upp­sagn­irn­ar áttu sér stað en vissu­lega var hans staða þröng. Við upp­lýst­um svo hina trúnaðar­menn­ina að morgni dags, þegar þetta voru orðnar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Það var okk­ar mat að þetta væri eins fljótt og auðið var. Þegar kom­in var mynd á aðgerðirn­ar og nokkuð ljóst í hvað stefndi þá fékk hann þess­ar upp­lýs­ing­ar.“