Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist hafa óskað eftir því að skipa 2. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Segir hún það sér vonbrigði að eiga ekki sæti á listanum, en nú er ljóst að svo er ekki.

Sama á við um aðra sem lutu lægra haldi í leiðtogaprófkjöri flokksins, en Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hlaut heldur ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar um áframhaldandi setu. Þau lentu í öðru og þriðja sæti í leiðtogaprófkjöri flokksins sem nú var haldið með því fyrirkomulagi í fyrsta sinn.

Segist hafa heyrt að konur á lista séu skoðanasystur sínar

„Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur,“ segir Áslaug í pistli á Facebook síðu sinni, sem segist þó lítast vel á konurnar á nýjum framboðslista flokksins sem kynntur var í gær.

Segist hún jafnframt hafa heyrt að konurnar sem skipa 5 af 10 efstu sætunum, þar af 4 af efstu 6, séu skoðanasystur sínar í mörgum málum. „Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“

Ekki kemur fram hvaða mál hún er að vísa í, en Áslaug hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa tekið afstöðu með borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, VG, Pírata og Bjartri framtíð í skipulagsmálum og þéttingarstefnu borgarinnar.

Eyþór þakkar henni fyrir óeigingjart starf

Eyþór Arnalds oddviti flokksins í borginni póstar við yfirlýsingu Áslaugar og segir hana vel orðaða or rétta. „Takk fyrir allt þitt óeigingjarna starf í þágu íbúanna í borginni.“ Segist Áslaug að sjálfsögðu ætla að sitja út kjörtímabilið og vinna að málum eins og hún hafi gert hingað til.

„[M]eð því að leggja áherslu á að einkaframtakið fái að blómstra til hagsbóta fyrir borgarbúa, með því að efla þjónustu, þar sem þarfir íbúanna eru í forgrunni og með því að standa á bremsunni gegn óráðsíu og vanhugsuðum hugmyndum meirihlutans,“ segir Áslaug jafnframt.

„Á undanförnum mánuðum hefur verið reynt að tala niður fylgi flokksins í borginni. Stundum hefur mátt skilja af umræðunni og á staðhæfingum ýmissa vitringa að fylgi borgarstjórnarflokksins sé minna en fylgi flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Alþingiskosningar. Þetta er ekki rétt og má minna á að í skoðanakönnun í ágúst mældist stuðningur við borgarstjórnarflokkinn 34%.

Í komandi kosningabaráttu þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að byggja ofan á þetta fylgi til að ná settu marki. Öll skilyrði fyrir góðum árangri eru til staðar. Ég óska þeim alls hins besta í þeirri baráttu.“

Hér eftir fer listi Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum ásamt því í hvaða póstnúmeri þeir búa:

  1. Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóri    101
  2. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur    107
  3. Valgerður Sigurðardóttir skrifstofu og þjónustustjóri    112
  4. Egill Þór Jónsson Teymisstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkur    111
  5. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og kennari    101
  6. Katrín Atladóttir forritari    105
  7. Örn Þórðarson framhaldsskólakennari og varaborgarfulltrúi    105
  8. Björn Gíslason varaborgarfulltrúi    110
  9. Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur    109
  10. Alexander Witold Bogdanski viðskiptafræðingur    112
  11. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sálfræðinemi    101
  12. Ólafur Kr Guðmundsson umferðarsérfræðingur    112
  13. Þórdís Pálsdóttir grunnskólakennari    112
  14. Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra    112
  15. Erla Ósk Ásgeirsdóttir forstöðumaður    109
  16. Inga María Hlíðar Thorsteinsson ljósmóðir    111
  17. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari    101
  18. Elín Jónsdóttir lögfræðingur    105
  19. Þorlákur Einarsson sagnfræðingur og listaverkasali    101
  20. Halldór Karl Högnason rafmagnsverkfræðingur    107
  21. Ingvar Smári Birgisson lögfræðingur    113
  22. Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri    105
  23. Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur    101
  24. Elísabet Gísladóttir djákni    112
  25. Guðmundur Edgarsson kennari    112
  26. Steinunn Anna Hannesdóttir verkfræðingur    112
  27. Friðrik Ármann Guðmundsson kaupmaður    107
  28. Gylfi Þór Sigurðsson hagfræðingur    108
  29. Eva Dögg M Sigurgeirsdóttir atvinnurekandi    110
  30. Elísabet Inga Sigurðardóttir laganemi    101
  31. Eyþór Eðvarðsson framkvæmdastjóri    105
  32. Ágústa Tryggvadóttir hagfræðinemi    112
  33. Oddur Þórðarson menntaskólanemi    112
  34. Vala Pálsdóttir viðskiptafræðingur    108
  35. Jónas Jón Hallsson dagforeldri    112
  36. Ívar Pálsson viðskiptafræðingur    101
  37. Hafstein Númason leigubílstjóri    162
  38. Ingveldur Fjeldsted fulltrúi    113
  39. Kristín Lilja Sigurðardóttir háskólanemi    112
  40. Bertha Biering ritari    112
  41. Helga Möller söngkona    105
  42. Hafdís Björk Hannesdóttir húsmóðir    105
  43. Arndís Thorarensen stærðfræðingur    105
  44. Páll Þorgeirsson heimilislæknir    101
  45. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor    101
  46. Halldór Halldórsson borgarfulltrúi    112