Verð á kaffi stendur á framvirkum mörkuðum stendur nú hefur ekki verið hærra í tíu ár. Fyrirtæki og miðlarar sækjast nú eftir að tryggja sér birgðir á sama tíma og þau kljást við flöskuhálsa í aðfangakeðjum og aukinni eftirspurn í lok árs, að því er kemur fram í frétt Financial Times .

Verð á framvirkum samningum á arabica kaffibaunum í Intercontinental Exchange kauphöllinni í New York standur nú í 2,50 dölum á hvert pund sem er um tvöfalt hærra en í byrjun árs. Verðið hefur ekki verið hærra frá árinu 2010 þegar verð hrávaran fór yfir 3 dala á hvert pund.

Verðhækkunin sendir „mjög sterk skilaboð til markaðarins að það er áfram aðkallandi skortur á kaffi“, er haft eftir viðmælanda FT.