„Verðbólguhorfur næstu missera eru allgóðar vegna hægari hækkunar íbúðaverðs, tiltölulega stöðugrar krónu og væntinga um hóflegar launahækkanir,“ segir í inngangi fréttar á vef Íslandsbanka um nýja verðbólguspá bankans, en Hagstofan birtir nýja vísitölu neysluverðs á mánudaginn 28. október nk..

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í október frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga hjaðna frá fyrri mánuði úr 3,0% í 2,7%.

Bankinn spáir jafnframt að verðbólga verði í byrjun næsta árs komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) í byrjun næsta árs og mælast 2,2% í janúar 2020.