Meðalverð á notuðum einkaþotum hefur lækkað um 4,8 milljónar frá því í apríl 2014. Árið 2014 kostaði notuð einkaþota að meðaltali 13,7 milljónir dollara en í apríl síðastliðnum var meðalverðið 8,9 milljónir. Er þetta lækkun upp á 35%. Financial Times greinir frá.

Er ástæða verðlækkunarinnar rakinn til þess að í kjölfar fjármálakrísunnar árið 2008 losuðu mörg fyrirtæki og efnamiklir einstaklingar sig við einkaþotur sínar. Framboð er því mun meira en eftirspurn og því hefur verðið lækkað. Virðast áhrifin af aukningu í framboði vera að koma fram núna.

Til viðbótar hafa nýjar útgáfur af einkaþotum valdið því að verð hefur lækkað en meira. Aðilar sem eiga einkaþotur fyrir selja gömlu þotuna og kaupa nýja. Hefur þetta orðið þess valdandi að umframframboð hefur aukist en meira. Oliver Stone hjá flugvélafyrirtækinu Colibri segir að á árunum fyrir 2008 hafi myndast risastór bóla á markaði með einkaþotur og verð á þeim hafi verið að lækka frá þeim tíma.

Þrátt fyrir að stórfyrirtæki og efnamiklir einstaklingar séu að kaupa nýjar vélar, hefur sala á nýjum einkaþotum dregist verulega saman. Árið 2008 voru 1313 einkaþotur seldar en aðeins 661 þota var seld á síðasta ári.