Umsóknarfrestur um starf Útvarpsstjóra, æðsta stjórnanda Ríkisútvarpsins ohf., hefur verið framlengdur fá 2. desember, það er deginum í dag til og með 9. desember, eða um vikutíma. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í byrjun síðasta mánaðar var núverandi Útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, sá sjö umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem hneppti hnossið.

Fjallað hefur verið um í fréttum að ekki verði birtur opinberlega listi yfir umsækjendur um stöðu Útvarpsstjóra, sem ráðningarfyrirtækið Capacent hefur yfirumsjón með. Er ástæðan er sögð að ráði fyrirtækisins en markmiðið sagt vera að auka möguleikann á betri umsækjendum.

Ekki kemur fram ástæðan fyrir því að umsóknarferlið hefur verið framlengt, en undir fréttatilkynningu um málið skrifar Kári Jónasson stjórnarformaður RÚV.