Hér er litið yfir farinn veg og taldar upp þær erlendu fréttir sem best fönguðu athygli lesenda á árinu 2020. Eftirfarandi eru sæti 6 til 10 af mest lesnu erlendu fréttum ársins.
1.
Engir ferðamenn á Spáni til jóla?
Í lok apríl var sagt frá því að ríkisstjórn Spánar væri að undirbúa að koma landinu í eðlilegt horf á ný eftir strangar sóttvarnarráðstafanir undanfarinna vikna, en hugsanlega yrði ekki opnað aftur á komu ferðamanna fyrr en um áramótin. Svo fór þó að opnað var fyrir komu ferðamanna í júní.
2.
Hlutur Davíðs tugmilljarða virði
Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software sem stofnað var af Davíð Helgasyni var skráð á markað á árinu. Í fyrstu fréttum kom fram að hlutur Davíðs gæti verið tugmilljarða króna virði. Við skráningu var 4,4% hluturinn 75 milljarða króna virði, en í dag er það yfir 200 milljarðar.
3.
Leyndardómsfulla súkkulaðiveldið
Umfjöllun um Mars-súkkulaðiveldið, sem heldur spilunum afar þétt að sér. Fjölskyldan sem á fyrirtækið er talin sú næstríkasta í heimi, en hefur reynt að halda sig eins og hún getur frá sviðsljósinu.
4.
Wizz air aftur á loft frá Luton
Í lok apríl var Wizz air meðal fyrstu flugfélaga til að hefja áætlunarflug að nýju eftir að það hafði svo til lagst af vegna heimsfaraldursins. Flogið var frá London til Búdapest, Lissabon, Tenerife og nokkurra áfangastaða í Rúmeníu.
5.
Flest flugfélög verði fallin í maí
Um miðjan mars spáðu greinendur því að flest flugfélög heimsins horfðu fram á gjaldþrot áður en sumarið gengi í garð vegna lokana í tengslum við heimsfaraldurinn, yrði ekkert að gert.