Nox Medical ehf. hagnaðist um rúmlega 5,8 milljónir evra á síðasta ári, eða sem nemur um 867 milljónum króna, á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um rúmlega 8,7 milljónir evra, sem nemur rúmlega 1,2 milljörðum króna. Rekstrartekjur námu 33,9 milljónum evra, eða tæplega 5,1 milljarði króna, og jukust um rúmlega 7% á milli ára. Framlegð nam áfram um 70% af tekjum, eða 23,8 milljónum evra, samanborið við 22,6 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,6 milljónum evra, samanborið við 10,4 milljónir evra árið áður.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði