Nýr G jeppi knúinn jarðefnaeldsneyti var frumsýndur mánuði áður og því fátt kom á óvart hvað útlitið varðar. Breytingarnar á útliti hans frá eldri gerð fólu meðal annars í sér minni loftmótstöðu en í eldri gerð.
Útlitsbreytingar á rafbílnum eru nokkrar til viðbótar og eingöngu til að bæta loftmótstöðuna. Þær helstu eru að framendi rafútgáfunnar er hærri en á hefðbundna jeppanum til að bæta loftstreymið yfir framrúðuna auk lítils vindskeiðs fyrir ofan framrúðuna.
Tvær breytingar á rafjeppanum eru helst sjáanlegar. Hægt að fá grill með ljósum á rafútgáfuna sem minnkar loftmótstöðuna eitthvað. Í stað varadekks er hægt að fá box með hleðsluköpplum. Boxið er 10 kíló en varadekkið 40-50 kíló.
Þeir hjá Mercedes vita að kaupendurnir eru margir íhaldssamir og vilja hinn raunverulega G. Því ætlum við að spá því að flestir, ef ekki langflestir, G jeppar í rafútgáfu verði með hefðbundnu grilli og flestir velji gamla góða grillið. Sem breyttist reyndar núna. Hann er með fjórum röndum í stað þriggja í bílnum sem kom á markað árið 2018.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði