Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er með þekktustu söngvurum landsins. Hann hefur verið fyrirferðarmikill á tónlistarsviðinu hér heima í 20 ár. Hann hefur í tvígang verið tilnefndur sem söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum auk þess að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Friðrik Ómar hefur einnig gert það mjög gott með eigið félag Rigg viðburði sem hann hefur byggt upp án yfirbyggingar eins og hann lýsir hér í viðtali. ,,Mamma söng mig í svefn á hverju kvöldi og hún stendur föst á því að ég hafi byrjað að syngja áður en ég fór að tala. Ég hlustaði mikið á tónlist sem barn svo hún hefur verið stór partur af mínu lífi alla tíð. Mamma vill þó meina að ég hafi meira og minna grenjað allt fyrsta árið mitt og hafi sett met í öskrum þegar ég var skírður í Bakkakirkju í Öxnadal í apríl 1982. Það var haft eftir Helga bónda á Bægisá að þessi drengur yrði mikill söngmaður. Eftir að við fluttum til Akureyrar kolféll ég fyrir trommum þegar ég var 5 ára en Halli bróðir sem er 15 árum eldri en ég bjó þá heima með æfingasett í herberginu sínu,“ segir Friðrik Ómar þegar hann rifjar upp hvenær hann byrjaði í tónlistinni.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði