Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson mun ásamt liðsfélögum sínum í íslenska handboltalandsliðinu standa í ströngu í janúar á Heimsmeistaramótinu (HM) sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Hann segir mótið leggjast frábærlega í sig og bíður spenntur eftir að hefja leik. „Það er alltaf mikil stemning í kringum stórmótin í handbolta hjá íslensku þjóðinni og dyggur stuðningur þjóðarinnar skiptir okkur miklu máli. Stórmótin gefa okkur í liðinu einnig mikið. Flestir okkar spila á erlendri grundu sem atvinnumenn þar sem við æfum og spilum með mönnum úr hinum ýmsu áttum. Í landsliðinu erum við meira að spila fyrir okkur sjálfa og þjóðina, sem þjappar okkur í leikmannahópnum vel saman. Mér finnst alltaf jafn gaman að mæta í landsliðsverkefni og hitta strákana.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði