Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi undanfarin ár. Á tímabilinu 2014-2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland þar sem ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum i tæp 45 þúsund tonn. Samhliða hefur útflutningur og útflutningsverðmæti laxeldisafurða til að mynda aukist en árið 2021 var útflutningsverðmæti eldislax nærri 30 milljarðar króna.
Í dag eru í gildi sextán rekstrarleyfi til sjókvíaeldis með hámarkslífmassa upp á ríflega 103 þúsund tonn. Fyrirtækin sem fengið hafa leyfi eru Arctic Sea Farm, Arnarlax, Háafell, Hábrún og Ís 47 á Vestfjörðum og Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi á Austfjörðum.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði