Nítján manns hafa sótt um starf forstjóra ÁTVR sem mun taka við stjórnartaumunum í hinni ríkisreknu áfengis- og tóbaksverslun þann 1. september. Þá lætur Ívar Arndal af störfum en hann hefur stýrt versluninni undanfarna tvo áratugi.
Ljóst er að nýs forstjóra bíður ærið verkefni. Miklar breytingar hafa orðið umhverfi áfengissölu á undanförnum árum. Netverslun með áfengi hefur farið vaxandi á undanförnum árum og eru sumar af stærstu verslunarkeðjum landsins farnir stunda að slík viðskipti. Það gerir Hagkaup sem og netverslunin Heimkaup sem er að í sameiningarferli við Samkaup. Þar að auki selur Costco áfengi til viðskiptavina með netverslun.
Samkeppnin við ÁTVR hefur því farið harðnandi og sjást þess augljós merki á rekstri ríkisverslunarinnar. Ólíklegt er að þetta breytist. Tilraunir sumra stjórnmálamanna til þess að vinda ofan á þróun í átt að auknu frjálsræði í áfengissölu og að óbreyttu gæti ÁTVR hægt og rólega dagað uppi sem nátttröll væri með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur.
Minnkandi markaðshlutdeild
ÁTVR seldi áfengi og tóbak fyrir um 42 milljarða í fyrra. Þar af nam sala áfengis um 38 milljörðum og dróst saman um 4,2% frá fyrra ári. Hafa tekjur ríkisverslunarinnar dregist saman um þrjá milljarða frá árinu 2021. Eignir ÁTVR námu 9,2 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 1,7 milljörðum og eigið fé 7,5 milljörðum. Arðsemi eigin fjár var 7,4% í fyrra, samanborið við 11,2% árið 2023. Arðsemi eigin fjár hefur dregist afgerandi saman undanfarin ár.

Þó svo að erfitt sé að henda á því reiður út frá opinberum tölum hve stærð áfengismarkaðarins er á Íslandi telja þeir sem þekkja til hann velta ríflega 50 milljörðum króna þegar allt er talið – þar með sala í Fríhöfninni og á veitinga- og skemmtistöðum.
Miðað við þetta má áætla að markaðshlutdeild ÁTVR á áfengismarkaðnum liggi einhversstaðar á bilinu 70-75%. Á sama tímaog markaðshlutdeildin og veltan hafa minnkað hefur kostnaðurinn við reksturinn aukist hratt.
Ítarlega er fjallað um afkomu ÁTVR í Viðskiptablaðinu sem kom út 7. maí. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.