Fjölmiðlar hafa fjallað um ósætti að stjórnarheimilinu undanfarið. Sumir meira en aðrir. Þannig voru tvær fréttir um sama mál í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins á miðvikudaginn í síðustu viku.

Þar var rætt við Guðrúnu Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Lilju Alfreðsdóttir ráðherra rafrænna skilríkja og íslenska dansflokksins um stjórnarsamstarfið. Það vakti athygli Týs að sú síðarnefnda sagði samstarfið standi á traustum grunni þó svo að stundi greini mönnum á um álitamál. Nefndi Lilja sérstaklega síðasta útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem dæmi um það. Þar hefði hún verið gagnrýnin á hvernig var staðið að sölunni.

***

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði