Kastalinn hefur tilheyrt konungsfjölskyldunni frá 1852 þegar Albert prins, eiginmaður Viktoríu drottningar, keypti hann á 32 þúsund pund. Núvirt eru það 3,7 milljónir punda eða 653 milljónir króna. Landareignin og húsakosturinn er í dag metinn á 140 milljónir punda, um 26 milljarða króna. Hafa verður í huga að húsakostur var ekki sá sami og nú. Á kaupárinu var hafist handa við að byggja nýjan kastala og lauk smíðinni árið 1856. Sá gamli var síðar rifinn.
Jarðhæðin er sögð vera um 3 þúsund fermetrar að stærð en kastalinn er 2-3 hæðir. Alls eru 167 herbergi í kastalanum, þar af 52 svefnherbergi. Að auki eru 150 hús á landareigninni sem er 20 þúsund hektarar að stærð eða 200 ferkílómetrar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði