Saga Birkin-töskunnar hófst árið 1981 þegar franska leikkonan Jane Birkin sat við hlið Jean-Louis Dumas, framkvæmdastjóra Hermès, á flugi frá París til London. Birkin, sem var þá þekkt fyrir sinn afslappaða og hagnýta stíl, kvaddi sér hljóðs og kvartaði undan því að hún fyndi enga handtösku sem væri bæði stílhrein og praktísk. Dumas sá þetta sem tækifæri og bauðst þá til þess að búa til hina fullkomnu handtösku fyrir hana og skissaði töskuna upp á ælupoka í flugvélinni. Árið 1984 var Birkin-taskan svo kynnt til sögunnar. Þetta var hönnun sem tók tillit til athugasemda Birkin sjálfrar og hafði meðal annars breiðari botn og rúmgott innra rými, sem auðveldaði konum að bera með sér allar nauðsynjar sínar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði