Þær eru ófáar glæsilkerrurnar á götum Hollywood og kemur engum á óvart. Hér eru 10 frægir leikarar og leikkonur og bílarnir þeirra.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140809.width-1160.jpg)
Margot Robbie
Leikkonan Margot Robbie hefur leikið í mörgum góðum myndum undanfarið, eins og Once Upon a Time in Hollywood og Wolf of Wall Street. Fyrir tveimur árum sló hún hins vegar í gegn sem dúkkan fræga í myndinni Barbie. Ferillinn hennar hefur verið mjög farsæll hingað til og hefur hún sennilega gripið bíladelluna. Í bílskúrnum hennar má finna flotta bíla eins og Audi SQ8 Sportback e-tron, Cadillac Escalade og Hyundai Excel, sem var fyrsti bíllinn hennar og minning um hógværara líf áður en frægðin kom. Sá hraðskreiðasti í safninu hennar er Audi R8, sem er 518 hestöfl, með 5.2 lítra V10 vél og er 3,6 sekúndur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140805.width-1160.png)
Daniel Craig
Daniel Craig er enskur leikari, þekktastur fyrir hlut- verkið sitt sem James Bond, en hefur leikið í öðrum myndum eins og Glass Onion og Munich. Líkt og James Bond þá hefur Daniel gaman að bílum, en hann á flott safn af bílum og má þar finna breskar glæsikerrur eins og Jaguar XJ og Range Rover Sport. Flottasti bíllinn í
safninu hans er Aston Martin Vantage Roadster. Bíllinn er 510 hestöfl, með 6,0 lítra V12 vél og er 4,5 sekúnd- ur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140806.width-1160.jpg)
Denzel Washington
Stórleikarinn Denzel Washington hefur leikið í mörgum stórmyndum. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í hasar- og spennumyndum, sem dæmi má nefna Equalizer, American gangster og Man on fire. Denzel er ekki einungis töffari á bíó skjánum heldur einnig í alvöru heiminum.
Í bílskúrnum má finna glæsikerrur eins og Range Rover Evoque og 1977 Porsche 911 turbo. Aðal bíllinn hans er Aston Martin DBS með 5,2 lítra V12 Biturbo vél, 725 hestöfl og er 3,5 sekúndur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140808.width-1160.jpg)
Julia Roberts
Bandaríska leikkonan Julia Roberts er þekkt fyrir hlutverk sín í ótal myndum, þá sérstaklega í rómantískum gamanmyndum. Þekktustu hlutverkin hennar eru í bíómyndunum Pretty Woman, Eat, Pray, Love og Notting Hill. Leikkonan er hógvær þegar kemur að bílum. Í safninu hennar má finna áreiðanlegan Toyota Prius en einnig glæsilegan Mercedes Benz GL-Class. Benz jeppinn er 455 hestöfl og ekki nema 4,7 sekúndur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140811.width-1160.jpg)
Sydney Sweeney
Sydney Sweeney sló í gegn í þáttunum Euphoria og svo seinna bíómyndinni Anyone but You. Leikkonan unga er með mikla bíladellu, en hún á mjög skemmtilegt bílasafn og virðist uppáhaldsmerkið hennar vera Ford. Mikið er um bifvélavirkja í fjölskyldu Sydney og hefur hún lært að gera upp eldri bíla. Fyrsti bíllinn hennar var 1994 Land Cruiser. Bílskúrinn hennar er ekki fullur af glæsilegum sportbílum, heldur frekar eldri klassískum bílum. Hún á sem dæmi 1969 Ford Bronco og 1965 Ford Mustang sem hún hefur verið að gera upp.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140810.width-1160.jpg)
Scarlett Johansson
Leikkonan Scarlett Johansson er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Black Widow í Marvel bíómyndunum. Leikkonan hefur mikinn áhuga á bílum og sérstaklega þýskum. Líkt með sögupersónunni Black Widow, sem klæðist oft svörtum búningi, þá vill Scarlett hafa bílana sína svarta. Í bílasafninu má finna Audi Q5, Mercedes- Benz GLC 250 og Benz GLE 350. Sá sportlegasti í safninu hennar, þó ekki þýskur bíll, er Maserati Quattroporte. Hann er 530 hestöfl, með 3.8 lítra V8 vél og er 4,7 sekúndur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140803.width-1160.jpg)
Angelina Jolie
Angelina Jolie er vel þekkt í bíómyndaheiminum, en hún hefur leikið í mörgum stórmyndum í gegnum árin. Jolie á skemmtilegt safn af bílum, en finna má bíla eins og Volvo XC90, eldri Jaguar XJ og Cadillac Escalade. Uppáhalds bíllinn hennar er Land Rover Range Rover, en hann er 395 hestöfl og er í kringum 5 sekúndur frá 0-100 km/klst. Talið er að leikkonan eigi svartan 1958 Ferrari 250 GT sportbíl. Á síðasta ári setti hún hann á uppboð, en það virðist vera að hún hafi svo hætt við. Mikil leynd er yfir þessum bíl svo að heim- ildirnar eru ekki alveg skotheldar.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140804.width-1160.jpg)
Brad Pitt
Brad Pitt hefur leikið í mörgum sígildum Hollywood myndum, sem dæmi má nefna Se7en, Moneyball og Ocean’s myndirnar. Leikarinn er nú í tökum á mynd
sem á að koma út á þessu ári. Myndin fjallar um fyrrverandi kappakstursökumann sem ákveður að koma aftur í Formúlu 1, eftir að hafa hætt. Bílasafnið hans er glæsilegt og fullt af flottum bílum fyrir töffara eins og Pitt. Þar má finna bíla eins og Lamborghini Aventador LP 700-4 og Benz G55 AMG. Einn stendur út úr og það er 2015 Aston Martin Vanquish carbon edition, sem er sérstök útfærsla af bílnum. Bíllinn er 567 hestöfl, með 6.0 lítra V12 vél og er 3,6 sekúndur frá 0-100 km/klst.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140812.width-1160.jpg)
Tom Holland
Flestir kannast við Tom Holland, en undanfarið hefur hann leikið í þó nokkrum stórmyndum og er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem köngulóarmaðurinn í Marvel bíómyndunum. Köngulóarmaðurinn þarf vissulega ekki bíl, en hann ferðast um götur New York með því að sveifla sér á milli með köngulóarvef. Tom Holland hefur ekki þessa krafta, en leikarinn vill samt sem áður fara hratt, eins og köngulóarmaðurinn. Bílskúrinn hjá leikaranum er fullur af glæsilegum, hraðskreiðum sportbílum, sem dæmi má finna Audi R8, Cadillac Escalade og Audi RS7. Sá hraðasti er Porsche Taycan Turbo S, gefið er upp að hann sé 750 hestöfl og 3 sekúndur frá 0-100 km/klst
![](http://vb.overcastcdn.com/images/140807.width-1160.jpg)
Dwayne Johnson
Dwayne Johnson, oft þekktur betur undir gælunafninu The Rock, var áður fyrr glímukappi í WWE en er í dag einn af þekktustu leikurum Hollywood. Hann er ekki bara vel þekktur heldur einnig einn af hæst launuðu leikurum Hollywood í dag. Leikarinn er með stóran persónuleika og hefur gaman af flottum, hraðskreiðum sportbílum. Bílskúrinn hans er troðfullur af glæsikerrum og er listinn mjög langur, en sem dæmi má nefna Pagani Huayra, Rolls Royce Wraith og Lamborghini Huracan. Sá allra hraðskreiðasti er Ferrari LaFerrari, en hann er 950 hestöfl, með 6.3 lítra V12 vél og er 3 sekúndur frá 0-100 km/klst.
Umfjöllunin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Eftir vinnu.