Höfundar myndarinnar eru Tómas Sturluson og Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson en hann er sonur Einars Arnar Benediktssonar söngvara Purrksins sem gerði garðinn frægan snemma á níunda áratugnum.
Myndin sýnir hvernig hljómsveitin sameinast fjörutíu árum eftir stofnun sína til að hljóð- og myndrita fimm laga syrpu sem ekki náðist að festast á form á sínum tíma. Syrpan, sem ber heitið Orð fyrir dauða, hljómaði aðeins einu sinni á sviði — á Melarokki þann 28. ágúst 1982, þar sem hún var flutt á síðustu tónleikum Purrkur Pillnikk.
Purrkur Pillnikk kom á tónlistarheiminn snemma á níunda áratugnum með miklum krafti, og á stuttum tíma spiluðu þeir yfir sextíu lög á næstum sextíu tónleikum. Þó að mikil útgáfa hafi átt sér stað, þá var syrpan sem sýnd er í myndinni ekki gefin út fyrr en nú.
Hljómsveitina skipuðu auk Einars Arnar, þeir Ásgeir Bragason trommuleikari, Bragi Ólafsson bassaleikari og Friðrik Erlingsson gítarleikari. Ásgeir lést árið 2015 og nú heldur Sigtryggur Baldursson um trommukjuðana. Fjölmargt listafólk hefur breitt yfir tónlist þessarar áhrifamiklu sveitar og nægir þar að nefna Gus Gus og lagið þeirra If You Don't Jump (You're English) þar sem notast er við hljóðbút úr laginu Í augum úti.
Myndirnar tók Mummi Lú.