Áhugi Erlu á svefni kviknaði þegar hún var í mastersnámi í sálfræði og var að vinna lokaverkefni um þunglyndi og offitu.
„Ég fer að skoða tengslin á milli offitu og þunglyndis og sé að kæfisvefn er sameiginleg breyta hjá þessum hópum. Ég var að útskrifast sem sálfræðingur og hafði ekkert lært um svefn sem er auðvitað mjög skrítið. Ég sá að svefnleysi tengdist öllum geðsjúkdómum og mér fannst þetta afar spennandi viðfangsefni. “
Í kjölfarið ákvað Erla að fara í doktorsnám í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands og leggja áherslu á svefn. Í náminu kviknaði hugmyndin að fyrirtækinu Betri svefn, sem er rafræn meðferð við svefnleysi sem styðst við hugræna atferlismeðferð.
„Ég var að halda erindi á læknadögum um svefnlyfjanotkun og hugræna atferlismeðferð en þar voru tveir ungir læknar sem voru auk þess forritarar, sem gáfu sig á tal við mig og höfðu mikinn áhuga á að gera eitthvað saman tengt viðfangsefninu. Við fórum með verkefnið í Gulleggið og þar varð Betri svefn til, árið 2013.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði