Sagan segir að síðla árs árið 1914 hafi nokkrir bræður setið á kaffihúsi við hið fagra torg Piazza Maggiore í heimaborg sinni í Bologna þegar þeir fengu hugmyndina að því að stofna fyrirtæki sem framleiddi bíla. Þá dreymdi um að smíða sportbíla.
Þeir eru sagðir hafa horft á styttuna við torgið af Neptúnisi með þríforkinn og ákveðið að hann yrði merki fyrirtækisins. Þann 1. desember 1914 stofnuðu þeir Officine Alfieri Maserati – Verkstæði Alfieri Maserati. Alfieri var elstur Maserati bræðranna, sem voru sex. Fimm þeirra störfuðu við fyrirtækið en sá sjötti teiknaði merkið.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði