Audi eTron GT kom á markað á síðasta ári og er flott útspil lúxusbílaframleiðandans í Ingolstadt. Þetta er rafknúinn fimm sæta sportbíll sem liggur lágt. Það er gaman að þeysast á honum um götur borgarinnar en það þarf að passa sig á hraðahindrunum.

Audi eTron GT kom á markað á síðasta ári og er flott útspil lúxusbílaframleiðandans í Ingolstadt. Þetta er rafknúinn fimm sæta sportbíll sem liggur lágt. Það er gaman að þeysast á honum um götur borgarinnar en það þarf að passa sig á hraðahindrunum.

Hönnun bílsins er glæsileg og sportlegar línurnar gera hann að einum flottasta fólksbílnum á markaðnum að mínu mati. Audi kann að hanna fallega bíla og hér er engin undantekning nema síður sé. Þetta er bíll sem tekið er eftir. Fram- og afturendinn eru einstaklega vel heppnaðir í hönnun og ljósin á báðum endum einnig. Lág og rennileg hönnunin þýðir að bíllinn er með afar litla loftmótsstöðu.

Leggja áherslu á sjálfbærni

Í innanrými Audi e-tron GT quattro má finna gnægð af hversdagslegu notagildi og fyrsta flokks gæðum. Bíllinn er með tvöfalda skjákerfið frá Audi sem innifelur 10,1 tommu snertiskjá. Stýrið er mjög sportlegt og gott að halda utan um það. Ökumaður og farþegar sitja lágt. Sætin eru sportleg og styðja vel við og aksturinn er sömuleiðis sérlega sportlegur. Það er enginn afsláttur af því í þessum bíl.

Innréttingar e-tron GT eru með leðurlaust áklæði sem staðalbúnað til að leggja áherslu á sjálfbærni. Upplýsingakerfið notar þriðju kynslóðar MIB tækni VW samsteypunnar sem þegar er notuð í fjölda gerða í ýmsum vörumerkjum Audi. Ambient inniljósapakkinn býður upp á skemmtilega stemningslýsingu og margir litir eru í boði.

469 hestafla kerra

Bíllinn er mjög langur eða alls 4.898 mm að lengd. Hann er 1960 mm breiður og 1410 mm á hæð sem er svipuð stærð og Audi A7 Sportback. Farangursrýmið að aftan er 405 lítrar sem er þokkalegt. Bíllinn er byggður á J1-grunni frá Volkswagen Group, sem notaður er í Porsche Taycan.

Umfjöllunin birtist í sérblaðinu Bílar, sem kom út fimmtudaginn 16. mars 2023. Áskrifendur geta lesið hana í heild hér.