GeoSalmo áformar að reisa a.m.k. 33 þúsund tonna laxeldisstöð á landi í Ölfusi við Þorlákshöfn. Félagið lauk síðast 13,4 milljóna evru fjármögnunarlotu undir lok síðasta árs með þátttöku íslenskra, norskra, sænskra og hollenskra fjárfesta.

Håkon Andre Berg, nýr stjórnarformaður og nýjasti fjárfestirinn í GeoSalmo, segir fjárhagsstöðu félagsins góða.

GeoSalmo áformar að reisa a.m.k. 33 þúsund tonna laxeldisstöð á landi í Ölfusi við Þorlákshöfn. Félagið lauk síðast 13,4 milljóna evru fjármögnunarlotu undir lok síðasta árs með þátttöku íslenskra, norskra, sænskra og hollenskra fjárfesta.

Håkon Andre Berg, nýr stjórnarformaður og nýjasti fjárfestirinn í GeoSalmo, segir fjárhagsstöðu félagsins góða.

„Ég tel að fyrirtækið sé með traustan grunn af mjög sterkum fjárfestum, sem hafa jafnframt gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að leggja til meira fé í framtíðinni. Síðan er þetta augljóslega mjög fjármagnsfrekt verkefni þannig að það þarf að vera jafnvægi milli eigin fjár og skulda, það hafa verið mjög uppbyggileg samtöl við
mikilvæga banka á skuldahliðinni og jákvæð merki. Það hafa einnig verið þreifingar á fjárfestamörkuðum,“ segir Håkon.

„Ég hef verið að afla fjármagns nú þegar, og á næstu þremur til tólf mánuðum mun það skipta sköpum að ná árangri því við getum ekki haldið áfram án fjármagns.“

Eins og staðan er í dag sé fyrirtækið búið að tryggja grunnatriði á borð við leyfi og landsvæði. Síðasta áfanga hönnunarferlisins fari brátt að ljúka og þá taki við innkaupa- og útboðsferli áður en framkvæmdir geta hafist. Í þeim áfanga þurfi sömuleiðis að sækja fjármagn og rýna sérstaklega í kostnaðarliði, hvað reynist nauðsynlegt og hvað ekki. Meðan allt þetta á sér stað þurfi að byggja upp sjálft fyrirtækið.

„Eitt af því sem ég lærði hjá Salmon Evolution er að því fyrr sem lykilstjórnendur koma inn á rekstrarhliðinni þeim mun betur þekkja þeir aðstöðuna, þeir þekkja verkfræðihlutann, þeir hafa verið á staðnum í framkvæmdum og fylgst með. Svo þegar prófanir hefjast og síðar framleiðsla þekkja þeir alla þætti vel. Ég held að uppbygging fyrirtækisins haldist í hendur við að afla fjármagns og að hefja síðan framkvæmdir.“

Nánar er rætt við Håkon í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.