Stoðir, eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hagnaðist um 2,6 milljarða króna á síðasta ári. Árið 2022 tapaði félagið 3,75 milljörðum króna eftir að hafa hagnast um tæplega 20 milljarða árið 2021. Eigið fé Stoða nam rúmlega 49 milljörðum króna í lok síðasta árs sem samsvaraði innra virði upp á 3,94 krónur á hlut. Ávöxtun hluthafa Stoða var því jákvæð um 5,6% á síðasta ári. Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. apríl og verður þar m.a. tekin fyrir tillaga um greiðslu arðs til hluthafa upp á einn milljarð króna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði