Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði 46 milljarðar króna á árinu 2024 samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, upphæð sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þá er áætlað að skuldir ríkissjóðs verði um 1.400 ma.kr., eða sem nemur 30,9% af VLF, í lok 2024. Áætlað er að skuldahlutfallið verði 32% af VLF í lok þessa árs.

Í frumvarpinu kemur fram að áframhaldandi lækkun skulda sé grundvallaratriði á komandi ári en fyrirhuguð sala á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka skýri hátt í 90% af lækkun skuldahlutfallsins milli ára.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði