Eftir lokun markaða á föstudag bárust fréttir af úttekt Lyfja- og matvælaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) á framleiðsluaðstöðu líftæknifélagsins Alvotech. Í tilkynningu greindi félagið frá því að FDA hafi gert eina athugasemd í lok úttektarinnar. Í ljósi niðurstöðu úttektarinnar telur Alvotech að félagið ætti að uppfylla skilyrði fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu við Humira (AVT02) eigi síðar en 24. febrúar nk. og hliðstæðu við Stelara (AVT04) eigi síðar en 16. apríl nk. AVT02 yrði þá fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði