Fjögur ár til viðbótar
Forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Donald Trump var kosinn forseti í annað sinn í skugga málaferla fyrir dómstólum og tveggja banatilræða. Trump var síðast forseti árin 2016-2020 en laut í lægra haldi gegn Joe Biden þegar hann sóttist eftir endurkjöri.
Lengi vel var gengið út frá því að Biden myndi sækjast eftir endurkjöri en í júlí sl. ákvað hann nokkuð óvænt að stíga til hliðar og lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, eftir að demókratar höfðu lýst yfir áhyggjum af getu Bidens til að sitja önnur fjögur ár. Hafði Trump þá þegar valið JD Vance sem sitt varaforsetaefni. Hefði Harris náð kjöri yrði hún fyrsti kvenkyns forsetinn í sögu Bandaríkjanna.
Trump tekur við embættinu í janúar 2025 og verður þar með bæði 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Er það í annað sinn sem Bandaríkjaforseti situr tvo kjörtímabil sem er ekki hvert á eftir öðru.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði