„Ég var náttúrulega með góða mentora í foreldrum mín um, maður flýtti sér heim ef það var séns að komast úr skólanum til að ná hádeginu heima vegna þess að þar var allt í gangi, talað um viðskipti út í eitt. Maður vildi ekki missa af þessum samræðum,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, um uppvaxtarárin.
Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Katrín og fjölskylda hennar keyptu Lýsi hf. en samhliða varð Katrín forstjóri fyrirtækisins. Eplið féll þar með ekki langt frá eikinni en Tryggvi Ólafsson, afi Katrínar, stofnaði fyrirtækið árið 1938 og faðir Katrínar, Pétur Pétursson, varð framkvæmdastjóri upp úr 1950 og gegndi því hlutverki í á þriðja áratug.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði