Blikur eru á lofti í íslenskri ferðaþjónustu en það sem af er ári hefur ferðamannafjöldinn verið undir spám Ferðamálastofu, Isavia og fleiri greiningaraðila. Þannig uppfærði Ferðamálastofa nýverið spá sína um fjölda ferðamanna sem nær til áranna 2024-2026. Væntir Ferðamálastofa þess nú að tæplega 2,2 milljónir farþegar komi til landsins í ár en fyrri spá hennar sem gefin var út í byrjun árs gerði ráð fyrir tæplega 2,5 milljónum ferðamanna. Þá gerir Ferðamálastofa ráð fyrir að tæplega 2,3 milljónir komi til landsins á næsta ári og rúmlega 2,3 milljónir árið 2026. Fyrri spá gerði ráð fyrir rúmlega 2,6 milljónum ferðamanna árið 2025 og rúmlega 2,7 milljónum árið 2026.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði